Íslensk verðbréf hafa lokið fyrsta áfanga í fjármögnun fyrir þrjá milljarða króna á nýjum framtakssjóði sem ber heitið TFII slhf. Hluthafar eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar, alls 18 talsins.

Íslensk verðbréf hafa lokið fyrsta áfanga í fjármögnun fyrir þrjá milljarða króna á nýjum framtakssjóði sem ber heitið TFII slhf.

Hluthafar eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar, alls 18 talsins. Sjóðurinn mun fjárfesta í eignarhlutum í félögum með trausta rekstrarsögu og taka virkan þátt í uppbyggingu og virðisaukningu þeirra. TFII mun meðal annars horfa til fjárfestingatækifæra á landsbyggðunum. Stefnt er að því að ljúka síðari hluta fjármögnunar sjóðsins fyrir árslok og að stærð hans verði þá fimm milljarðar króna, segir í tilkynningu. Framkvæmdastjórar sjóðsins verða tveir: Sigþór Jónsson, framkvæmastjóri Íslenskra verðbréfa, og Jón Steindór Árnason. Hann hefur á undanförnum árum m.a. stýrt fjárfestingafélaginu Tækifæri, en það fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi.

Íslensk verðbréf voru í árslok 2016 með tæpa 130 milljarða króna í virkri stýringu fyrir viðskiptavini sína.