Útlit er fyrir vætusamt veður í flestum landshlutum nú um hvítasunnuhelgina. Á Norðurlandi eru minnstar líkur á úrkomu. Hitatölur gætu náð allt upp í 15 stig og hlýjast verður á Vesturlandi.

Útlit er fyrir vætusamt veður í flestum landshlutum nú um hvítasunnuhelgina. Á Norðurlandi eru minnstar líkur á úrkomu. Hitatölur gætu náð allt upp í 15 stig og hlýjast verður á Vesturlandi. Skýjað verður með köflum en útlit er fyrir að sjáist til sólar á Norður- og Vesturlandi.

Gangi veðurspár eftir mun vindur snúast í norðaustanátt á mánudaginn, þá dregur úr úrkomu og fer heldur að létta til sunnan og vestan til.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær gekk umferðin úr bænum vel fyrir sig í aðdraganda þessarar fyrstu stóru ferðahelgar sumarsins.