Sigríður Andersen
Sigríður Andersen
Ljóst var, eftir að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt lá fyrir, að hún myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Ljóst var, eftir að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt lá fyrir, að hún myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi.

Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar segir hún að rökstuðningur hennar hefði þar engu breytt, sjálfri hefði henni fundist niðurstaða nefndarinnar of einstrengingsleg.

„Þessi reynsla gefur tilefni til þess að velta því fyrir sér hvort þingið sé í stakk búið til þess að axla þessa ábyrð, hvort það sé yfirleitt sanngjarnt að ætlast til þess af því með tilliti til hlutverks þess,“ segir Sigríður og segist geta fullyrt nú, í ljósi reynslu sinnar, að endurskoða þurfi reglur og fyrirkomulag við veitingu dómaraembætta.