Frú Kokka Guðrún Jóhannesdóttir.
Frú Kokka Guðrún Jóhannesdóttir.
Við Við erum með lagersölu í Síðumúlanum í dag svo ég verð að vinna en í kvöld ætla ég út að borða með mínum nánustu,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku, en hún á 50 ára afmæli í dag.

Við Við erum með lagersölu í Síðumúlanum í dag svo ég verð að vinna en í kvöld ætla ég út að borða með mínum nánustu,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku, en hún á 50 ára afmæli í dag. „Við verðum með opið til klukkan 4 og jafnvel lengur ef það verður fullt út úr dyrum hjá okkur. Síðan verður lokað hjá okkur á morgun vegna hvítasunnunnar en annars er opið sjö daga vikunnar hjá okkur og alltaf á netinu.“

Guðrún hefur rekið Kokku ásamt systrum sínum í 16 ár. „Já, maður trúir því varla, það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er nóg að gera. Reksturinn hefur líka vaxið og dafnað. Við tókum yfir reksturinn á Dúka í Kringlunni 2007 og opnuðum aðra búð í Smáralind 2011. Sú búð flutti innan Smáralindar og stækkaði til muna á síðasta ári.“

Að auki er fjölskyldan með heildsölu sem selur beint til veitingahúsa og hótela um allt land. „Mikið af vörunni sem við flytjum inn er fyrir fagmenn, en fólk gerir ekkert minni kröfur heima í eigin eldhúsi.“

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um ferðamenn í miðborginni og hvers konar áhrif þeir hafa á verslun þar. „Mér finnst gaman hvað það er fjölbreytt mannlíf í miðborginni og mælingar Reykjavíkurborgar sýna að heimsóknum Íslendinga hingað niður í bæ hefur ekki fækkað. Útlendingarnir eru hrein viðbót. Þeir koma oft í Kokku, en það eru aðallega Íslendingar sem versla við okkur, enda eru ferðamennirnir ekki að kaupa potta eða eldavélar.“

Eiginmaður Guðrúnar er Þorsteinn Torfason, en hann sér um að selja vörur Kokku til veitingageirans. Dóttir þeirra er Una, sem er 18 ára. Dóttir Guðrúnar frá fyrra hjónabandi er Ástríður Jónsdóttir, 25 ára. „Svo fékk ég kaupbæti með manninum mínum, Þór Þorsteinsson 30 ára. Ekki má gleyma hundinum Krumma, en hann fær mann til að fara út og hreyfa sig. Frítímanum eyði ég með fjölskyldunni, en sumarfríið í ár fer í að gera upp eldhúsið hjá okkur, enda aðaláhugamálið eldhús og eldamennska.“