Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson
Sunnudagskaffi með skapandi fólki nefnist röð fyrirlestra, tónleika, upplestra, gjörninga eða hvers þess sem byggist á skapandi hugsun, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Boðið verður í kaffi á morgun kl. 14.
Sunnudagskaffi með skapandi fólki nefnist röð fyrirlestra, tónleika, upplestra, gjörninga eða hvers þess sem byggist á skapandi hugsun, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Boðið verður í kaffi á morgun kl. 14.30 og að þessu sinni mun rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson segja frá sjálfum sér og bókum sínum og lesa valda kafla úr þeim. Að loknu erindi er boðið upp á spjall og kaffiveitingar og eru allir velkomnir. Guðmundur Andri er íslenskufræðingur að mennt og hefur skrifað fjölda bóka, skáldsagna og ljóð og greinasöfn auk þess að hafa um árabil skrifað vikulega pistla fyrir dagblöð, auk þess að hafa starfað við yfirlestur hjá forlögum.