Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er orðin sigursælasti Íslendingur í sögu Smáþjóðaleikanna.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er orðin sigursælasti Íslendingur í sögu Smáþjóðaleikanna. Hrafnhildur vann til gullverðlauna í 400 metra fjórsundi í gær, á leikunum í San Marínó, og hefur nú unnið til 19 gullverðlauna í einstaklingsgreinum á Smáþjóðaleikum. Hún hefur þar með tekið fram úr Erni Arnarsyni.

Hrafnhildur keppti fyrst á Smáþjóðaleikum árið 2007 og eru leikarnir í San Marínó því hennar sjöttu. Íþróttir