Móna Lísa. S-Allir Norður &spade;Á976 &heart;62 ⋄G3 &klubs;KD1096 Vestur Austur &spade;KDG10 &spade;542 &heart;4 &heart;G73 ⋄ÁD74 ⋄109862 &klubs;Á874 &klubs;G2 Suður &spade;83 &heart;ÁKD10985 ⋄K5 &klubs;53 Suður spilar 4&heart;.

Móna Lísa. S-Allir

Norður
Á976
62
G3
KD1096

Vestur Austur
KDG10 542
4 G73
ÁD74 109862
Á874 G2

Suður
83
ÁKD10985
K5
53

Suður spilar 4.

Fegurð er af ýmsum toga – stundum ofsafengin eins og beljandi foss, stundum feimnisleg eins og bros Mónu Lísu. Spil dagsins er af síðarnefnda taginu. Suður opnar á 1, vestur doblar, norður redoblar og suður stekkur í 4. Spaðakóngur út.

Sagnhafi dúkkar spaðakónginn, drepur næsta slag á ásinn og trompar spaða í þriðja slag. Tekur þrjá efstu í trompi og spilar laufi. Vestur dúkkar, tilneyddur, og blindur er inni á laufkóng. Innkomuna notar sagnhafi til að trompa spaða í fjórða sinn og loka þannig útgönguleið vesturs í þeim lit. Síðan spilar hann laufi og leggur upp. Fær annað hvort úrslitaslaginn á laufdrottningu í borði eða tígulkónginn heima. Engin læti, en óneitanlega fagurt.

Annað mál: Norðurlandamót í opnun flokki og kvennaflokki stendur nú sem hæst í Horsens í Danmörku og er hægt að fylgjast með beinum útsendingum á Bridgebase.com.