Strengjakvartett Sigga skipa Helga Þóra Björgvinsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.
Strengjakvartett Sigga skipa Helga Þóra Björgvinsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst að nýju á morgun, 4. júní, kl. 16, en stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá árinu 2006 á hverjum sunnudegi frá byrjun júní til loka ágúst.

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst að nýju á morgun, 4. júní, kl. 16, en stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá árinu 2006 á hverjum sunnudegi frá byrjun júní til loka ágúst.

Á fyrstu tónleikunum á morgun, sunnudag, mun Strengjakvartettinn Siggi flytja verk eftir Bach og John Cage. Sigga skipa Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari.

Á meðal flytjenda á stofutónleikum sumarsins verða Tómas R. Einarsson, Sigríður Thorlacius, Sóley, Bryndís Jakobsdóttir (Dísa), Davíð Þór Jónsson og Elmar Gilbertsson. Dagskrá sumarsins má finna á gljufrasteinn.is.