Á Þjóðhátíð Ragnhildur Gísladóttir.
Á Þjóðhátíð Ragnhildur Gísladóttir. — Morgunblaðið/Golli
Þjóðhátíðarlagið í ár verður samið og flutt af Ragnhildi Gísladóttur við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir sjá um upptöku á laginu og verður það frumflutt eftir viku, föstudaginn 9. júní.

Þjóðhátíðarlagið í ár verður samið og flutt af Ragnhildi Gísladóttur við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir sjá um upptöku á laginu og verður það frumflutt eftir viku, föstudaginn 9. júní.

Ragga Gísla bætist með þessu í hóp þeirra tónlistarmanna sem fram koma á Þjóðhátíð í Eyjum, en þeirra á meðal eru Emmsjé Gauti, Friðrik Dór, Aron Can, Páll Óskar, Hildur, Skítamórall og Herra Hnetusmjör.