Heiðraður Pétur með Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar.
Heiðraður Pétur með Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar.
Leikarinn, handritshöfundurinn, grínistinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2017.
Leikarinn, handritshöfundurinn, grínistinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2017. Tilkynnt var um valið á bæjarlistamanni á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar í samkomuhúsinu á Garðaholti 31. maí. Pétur Jóhann er fæddur árið 1972 og býr í Garðabæ. Hann hefur um árabil verið einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og komið víða fram á alls konar skemmtunum, leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og samið og flutt uppistandssýningar, svo fátt eitt sé nefnt.