[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Valdís Þóra Jónsdóttir , kylfingur úr Leyni, komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi af fjórum á Jabra Ladies Open-mótinu í golfi í gær. Valdís lék annan hringinn á +4 höggum eftir að hafa farið fyrsta hring á pari. Hún er í 48.-54.

* Valdís Þóra Jónsdóttir , kylfingur úr Leyni, komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi af fjórum á Jabra Ladies Open-mótinu í golfi í gær. Valdís lék annan hringinn á +4 höggum eftir að hafa farið fyrsta hring á pari. Hún er í 48.-54. sæti og var akkúrat við niðurskurðarlínuna. Keppni heldur áfram í dag, í Evian í Frakklandi, en mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

*Markvörðurinn Beitir Ólafsson hefur fengið félagaskipti í KR og getur varið mark liðsins þegar það mætir Grindavík á mánudaginn, í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Markverðir KR, þeir Stefán Logi Magnússon og Sindri Snær Jensson , eru báðir meiddir og munu líklega ekki spila með liðinu næstu 4 vikurnar hið minnsta. KR fékk því undanþágu hjá KSÍ til að bæta við sig markverði. Beitir var án félags eftir að hafa síðast leikið með Keflavík í fyrra, í næstefstu deild, en áður varði hann mark HK.

* Guðmann Þórisson , miðvörður KA, meiddist í nára á æfingu í vikunni. Frá þessu greindi Fótbolti.net í gær og þar segir að hugsanlegt sé að Guðmann verði frá keppni í 2-3 mánuði. „Þetta lítur ekkert allt of vel út. Ég fer í ómskoðun á miðvikudaginn og það getur verið að það komi betur út. Þá er þetta styttri tími,“ sagði Guðmann við Fótbolta.net, og bætti því við að hann væri einnig kviðslitinn en hefði ætlað að harka það af sér út tímabilið.

* Kristján Helgason varð í gær Evrópumeistari í 6-rauðum, snóker þar sem spilað er með 6 rauðar kúlur í stað 15. Kristján vann úrslitaleikinn gegn Englendingnum Wayne Brown , 5:2, eftir að hafa unnið Alex Taubman frá Wales, 4:2, í undanúrslitum, en mótið fór fram í Shëngjin í Albaníu.