Guðrún Baldvina Árnadóttir (1887 - 1975), Guðrún frá Lundi, var einn vinsælasti og afkastamesti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar og metsöluhöfundur í tvo áratugi. Hún fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, þar sem hún ólst upp til 11 ára aldurs.

Guðrún Baldvina Árnadóttir (1887 - 1975), Guðrún frá Lundi, var einn vinsælasti og afkastamesti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar og metsöluhöfundur í tvo áratugi. Hún fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, þar sem hún ólst upp til 11 ára aldurs. Árið 1910 giftist hún Jóni Þorfinnssyni, þau eignuðust þrjú börn og bjuggu á Ytra-Mallandi á Skaga þar til þau fluttust til Sauðárkróks 1940.

Dalalíf, fyrsta bindi af fimm, kom út 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Eftir það sendi hún frá sér eina bók á ári til ársins 1973, nema árið 1969. Hún skrifaði samtals 26 bækur, sótti efnivið sinn í sveitalífið og lætur flestar sögurnar gerast upp úr aldamótunum 1900.