Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og norski píanóleikarinn Mathias Halvorsen halda tónleika í Hannesarholti í dag kl. 17. Á efnisskránni verða verk úr ýmsum áttum og stefnum sem eiga sameiginlegt að hafa verið samin á seinni hluta 20. aldarinnar, m.a.

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og norski píanóleikarinn Mathias Halvorsen halda tónleika í Hannesarholti í dag kl. 17. Á efnisskránni verða verk úr ýmsum áttum og stefnum sem eiga sameiginlegt að hafa verið samin á seinni hluta 20. aldarinnar, m.a. verk eftir John Adams, Miklós Rózsa og Dimitri Shostakovich.

Á morgun kl. 20 mun svo dúettinn Blyde Lasses frá Hjaltlandseyjum leika í Hannesarholti. Blyde Lasses skipa þær Claire White og Frances Wilkins, en þær hófu að leika saman á fiðlu og „concertinu“ árið 2006. Tónlistarhefð Hjaltlandseyja nýtur sín vel í flutningi þeirra, sem og sagnahefðin, eins og segir í tilkynningu.