Samstillt Marta, Arnhildur og Einar.
Samstillt Marta, Arnhildur og Einar.
Síðustu tónleikarnir að sinni í tónleikaröðinni Frjáls eins og fuglinn verða haldnir í dag kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Á þeim koma fram Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar, Marta Kristín Friðriksdóttir sópran og Einar Dagur Jónsson tenór.

Síðustu tónleikarnir að sinni í tónleikaröðinni Frjáls eins og fuglinn verða haldnir í dag kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Á þeim koma fram Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar, Marta Kristín Friðriksdóttir sópran og Einar Dagur Jónsson tenór. Á efnisskránni verða ýmsar frægar óperuaríur, sóló og dúettar, úr Töfraflautu Mozarts og einnig eftir Puccini, Donizetti o.fl. Að auki munu þau flytja nokkrar af perlum íslenskra sönglaga.

Marta fór með sigur af hólmi fyrr á árinu í söngkeppninni Vox Domini sem haldin var af Félagi íslenskra söngkennara og hlaut nafnbótina Rödd ársins 2017. Hún hefur nám í haust við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Marta söng hlutverk Pamínu í uppfærslu Söngskólans í Reykjavík á Töfraflautunni nú í vor og Einar Dagur söng hlutverk Tamínós.