Jóhannes Rúnar Jóhannsson
Jóhannes Rúnar Jóhannsson
Anna Sigríður Einarsdóttir Magnús Heimir Jónasson Af þeim 15 dómurum, sem í vikunni voru skipaðir í nýjan Landsrétt, eru átta núverandi héraðsdómarar.

Anna Sigríður Einarsdóttir

Magnús Heimir Jónasson

Af þeim 15 dómurum, sem í vikunni voru skipaðir í nýjan Landsrétt, eru átta núverandi héraðsdómarar. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verða stöðurnar auglýstar í haust og verða nýir dómarar ráðnir frá og með 1. janúar 2018. Af þeim héraðsdómurum sem skipaðir voru í Landsrétt eru sex úr Héraðsdómi Reykjavíkur og er þar Ingveldur Einarsdóttir talin með sem er skráð í leyfi á vef Héraðsdóms Reykjavíkur en hún er settur hæstaréttardómari um þessar mundir. Ásamt Ingveldi fara úr Héraðsdómi Reykjavíkur Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Hervör Þorvaldsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Harðardóttir.

Mun fara yfir málið

Þá eru tveir dómarar úr Héraðsdómi Reykjaness skipaðir í Landsrétt en það eru þau Ragnheiður Bragadóttir og Þorgeir Ingi Njálsson, sem er jafnframt dómstjóri dómsins.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, einn þeirra fjögurra umsækjenda, sem hæfisnefnd hafði talið hæfasta í starfið, en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti út fyrir aðra umsækjendur, íhugar nú að leita réttar síns vegna ákvörðunar ráðherra. „Ég mun fara yfir málið,“ sagði Jóhannes Rúnar í samtali við mbl.is í gær. Spurður um hversu langan tíma hann hygðist taka sér til að skoða málið svaraði hann því til að hann þyrfti að afla sér gagna áður en lengra væri haldið.