Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra heimsótti Þjóðskrá Íslands fyrir nokkru og hefur kynnt sér ágalla á löggjöf.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra heimsótti Þjóðskrá Íslands fyrir nokkru og hefur kynnt sér ágalla á löggjöf.

Umbætur á lögheimilislögum og lögum um þjóðskrá eru meðal þeirra verkefna sem ráðherra leggur áherslu á og hefur það verið undirbúið í ráðuneytinu. Á næstu dögum verður gengið frá skipun í nefnd sem mun endurskoða lögheimilislögin og mun nefndin hefja störf nú í júní. Upplýst verður nánar um verkefni nefndarinnar þegar hún hefur verið skipuð. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.