Tómas R. Einarsson
Tómas R. Einarsson
Tónleikaröðin Sumarjazz á Jómfrúnni hefur göngu sína í 22. sinn í dag kl. 15 með tónleikum kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar og latín-djasshljómsveitar hans.

Tónleikaröðin Sumarjazz á Jómfrúnni hefur göngu sína í 22. sinn í dag kl. 15 með tónleikum kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar og latín-djasshljómsveitar hans. Sigríður Thorlacius og Bogomil Font syngja en sá síðarnefndi leikur einnig á kongatrommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og Snorri Sigurðarson á trompet. Hljómsveitin mun m.a. leika tónlist af plötu Tómasar; Bongó . Líkt og undanfarin sumur sér Sigurður Flosason, djassgeggjari og saxófónleikari, um djassdagskrá Jómfrúarinnar og verða haldnir tónleikar alla laugardaga í júní, júlí og ágúst.

Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og aðgangur er ókeypis.