Hákon Örn Magnússon
Hákon Örn Magnússon
Hákon Örn Magnússon úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili eru efst eftir fyrsta keppnisdag af þremur á Símamótinu í golfi sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fjórða mótið á keppnistímabilinu í Eimskipsmótaröðinni.

Hákon Örn Magnússon úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili eru efst eftir fyrsta keppnisdag af þremur á Símamótinu í golfi sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fjórða mótið á keppnistímabilinu í Eimskipsmótaröðinni.

Hinn 19 ára gamli Hákon Örn jafnaði vallarmet Bjarka Péturssonar með því að leika á 65 höggum, eða 6 höggum undir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Kristján Þór Einarsson og Kristófer Karl Karlsson, sem báðir eru úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, en Kristófer er aðeins 16 ára. Fannar Ingi Steingrímsson, sem vann síðasta mót, lék skrautlegan hring samtals á pari vallarins.

Helga Kristín lék á 72 höggum eða höggi yfir pari. Hún er með tveggja högga forskot á hina 15 ára gömlu Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG og Sögu Traustadóttur úr GR, sem koma næstar. Berglind Björnsdóttir, sem vann síðasta mót, Egils Gull-mótið í Leirunni, er á 5 höggum yfir pari. sindris@mbl.is