[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HM 2018 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þeir 23 leikmenn sem Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu hafa átt misjöfnu gengi að fagna síðasta hálfa árið.

HM 2018

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Þeir 23 leikmenn sem Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu hafa átt misjöfnu gengi að fagna síðasta hálfa árið. Þó hefur stór hluti þeirra spilað mikið með sínum liðum en nokkrir hafa glímt við meiðsli.

Þeir Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason koma allir inní hópinn í fyrsta sinn á árinu en þeir voru allir frá keppni í talsverðan tíma á nýliðnu tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Aron Sigurðarson og markverðirnir Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson hafa spilað hvern einasta deildaleik síns liðs frá áramótum. Sautján úr hópnum luku sínu vetrartímabili á síðustu dögum eða vikum en sex þeirra spila í Noregi og Svíþjóð þar sem tímabilið hófst í mars.

Miðverðirnir reyndu Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru í hópi þeirra sem minnst hafa spilað. Ragnar lék aðeins þrjá deildaleiki með Fulham frá áramótum til vors.

Varðandi liðsvalið vekur mesta athygli að Viðar Örn Kjartansson skuli ekki vera í hópnum en hann varð markakóngur í Ísrael með 19 mörk og gerði alls 24 mörk á tímabilinu. Hann missti aðeins af einum deildarleik frá því í ágúst en þá var hann hvíldur vegna bikarúrslitaleiks.

Í íslenska hópnum eru eftirtaldir 23 leikmenn og hér er yfirlit yfir það sem þeir hafa gert með sínum félagsliðum í deildakeppni frá áramótum:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson lék 15 af 16 leikjum Randers í dönsku A-deildinni.

Ögmundur Kristinsson hefur leikið alla 11 leiki Hammarby í sænsku A-deildinni.

Ingvar Jónsson hefur leikið alla 11 leiki Sandefjord í norsku A-deildinni.

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson hefur leikið 10 af 11 leikjum Hammarby í sænsku A-deildinni.

Ragnar Sigurðsson lék 3 af 25 leikjum Fulham í ensku B-deildinni.

Kári Árnason lék 8 af 15 leikjum Omonia í kýpversku A-deildinni.

Ari Freyr Skúlason lék 9 af 20 leikjum Lokeren í belgísku A-deildinni.

Sverrir Ingi Ingason lék 17 af 20 leikjum Granada í spænsku A-deildinni.

Hörður Björgvin Magnússon lék 5 af 23 leikjum Bristol City í ensku B-deildinni.

Hjörtur Hermannsson lék 13 af 15 leikjum Bröndby í dönsku A-deildinni.

Tengiliðir:

Aron Einar Gunnarsson lék 22 af 23 leikjum Cardiff í ensku B-deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson lék 5 af 19 leikjum Burnley í ensku A-deildinni.

Emil Hallfreðsson lék 16 af 19 leikjum Udinese í ítölsku A-deildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson lék alla 19 leiki Swansea í ensku A-deildinni.

Rúrik Gíslason lék 10 af 17 leikjum Nürnberg í þýsku B-deildinni.

Ólafur Ingi Skúlason lék 11 af 17 leikjum Karabükspor í tyrknesku A-deildinni.

Birkir Bjarnason lék 8 af 19 leikjum Aston Villa í ensku B-deildinni eftir að hann kom þangað í lok janúar. Hann missti af síðustu 11 vegna meiðsla.

Arnór Ingvi Traustason lék 8 af 17 leikjum Rapid Vín í austurrísku A-deildinni.

Aron Sigurðarson hefur leikið alla 11 leiki Tromsö í norsku A-deildinni

Rúnar Már Sigurjónsson lék 15 af 18 leikjum Grasshoppers í svissnesku A-deildinni.

Framherjar:

Alfreð Finnbogason lék 7 af síðustu 8 leikjum Augsburg í þýsku A-deildinni en hafði þá verið frá vegna meiðsla í sex mánuði.

Jón Daði Böðvarsson lék 21 af 23 leikjum Wolves í ensku B-deildinni.

Björn Bergmann Sigurðarson hefur leikið alla 11 leiki Molde í norsku A-deildinni.