Þórshani á Siglufirði.
Þórshani á Siglufirði.
Þórshani sást á Siglufirði nýverið en að sögn Sigurðar Ægissonar, fuglaáhugamanns og uppalins Siglfirðings, hefur slíkur fugl ekki sést þar áður svo hann muni eftir. Þórshaninn er einn fágætasti og skrautlegasti varpfugl Íslendinga og er mjög viðkvæmur.

Þórshani sást á Siglufirði nýverið en að sögn Sigurðar Ægissonar, fuglaáhugamanns og uppalins Siglfirðings, hefur slíkur fugl ekki sést þar áður svo hann muni eftir.

Þórshaninn er einn fágætasti og skrautlegasti varpfugl Íslendinga og er mjög viðkvæmur.

Hérlendis eru aðeins á milli 150-200 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið.

Íslenski þórshaninn er eindreginn farfugl og kemur hingað til lands síðastur af öllum, eða í lok maímánaðar og byrjun júní.

Að sögn Sigurðar verður fuglinn að teljast með algæfustu fuglum er hér gista. „Hann er mjög félagslyndur árið um kring,“ segir Sigurður.