Í sparifötum Friðrik Dór verður í sparifötunum í Eldborg í haust.
Í sparifötum Friðrik Dór verður í sparifötunum í Eldborg í haust.
Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson mun halda tvenna tónleika í Eldborg í Hörpu 9. september nk., kl. 16 og 20. Þeir fyrri eru ætlaðir börnum og fjölskyldum þeirra og þeir seinni fullorðnum.

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson mun halda tvenna tónleika í Eldborg í Hörpu 9. september nk., kl. 16 og 20. Þeir fyrri eru ætlaðir börnum og fjölskyldum þeirra og þeir seinni fullorðnum.

Friðrik Dór hefur notið töluverðra vinsælda hér á landi hin síðustu ár. Sex lög í flutningi hans hafa komist á topp vinsældalista og mun hann á tónleikunum flytja sína helstu smelli, klæddur sparifötunum, ásamt tólf manna hljómsveit. Dansarar munu leika listir sínar og góðir gestir slást í hópinn. Þann 6. júní verður nýtt lag með Friðriki frumflutt í útvarpi og nefnist það „Hringdu í mig“, samið af Friðriki og StopWaitGo. Friðrik lýsir því sem silkimjúkum danssmelli.