Dalalæða Ein af ljósmyndum Bjørnmyr.
Dalalæða Ein af ljósmyndum Bjørnmyr.
Skuggar/Bergmál nefnist sýningu sem opnuð var í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1. júní.
Skuggar/Bergmál nefnist sýningu sem opnuð var í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1. júní. Þar er á ferðinni syrpa sem varð til á tveggja ára tímabili þegar norski ljósmyndarinn Marianne Bjørnmyr ferðaðist um Ísland til að rannsaka, ljósmynda og safna heimildum um trú landsmanna á álfa og huldufólk, skv. tilkynningu frá safninu. Þar segir að trú á þessar vættir sé að hennar mati ennþá ljóslifandi í hugum Íslendinga og jafnvel nokkuð almenn. Bjørnmyr hlaut meistaragráðu í ljósmyndun frá London College of Communication árið 2012 og árið 2015 var hún valin ein af tíu frambærilegustu samtímaljósmyndurum sem búsettir voru í Lundúnum á þeim tíma.