Þegar Glitner Sverige, sænskur banki sem var í eigu Glitnis þegar hann féll, var auglýstur til sölu eftir bankahrun var eigið fé hans 190 milljónir sænskra króna.

Þegar Glitner Sverige, sænskur banki sem var í eigu Glitnis þegar hann féll, var auglýstur til sölu eftir bankahrun var eigið fé hans 190 milljónir sænskra króna. Enga aðstoð var að fá frá sænska ríkinu líkt og Carnegie-bankinn fékk, og var samið um að Glitner Sverige yrði seldur sænska HQ-bankanum fyrir 60 milljónir.

Forstjóri Glitner Sverige og annar af stofnendum og aðaleigendum HQ-banka voru mágar. Þetta kemur fram í umfjöllun Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem áður hefur tiltekið opinberlega ýmis dæmi sem tengjast sölu á bönkum Glitnis á Norðurlöndunum. 26