Æfing Tekið á móti hergögnum.
Æfing Tekið á móti hergögnum.
Árleg heræfing Atlantshafsbandalagsins (NATO), Saber Strike, er nú í fullum gangi, en hún hófst 23. maí og stendur til 24. júní.

Árleg heræfing Atlantshafsbandalagsins (NATO), Saber Strike, er nú í fullum gangi, en hún hófst 23. maí og stendur til 24. júní. Alls taka hersveitir 20 ríkja þátt í æfingunni, undir forystu Bandaríkjanna, sem fram fer innan landamæra Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands.

Fyrsti liður æfingarinnar var að flytja mikinn fjölda brynvarinna ökutækja og annan herbúnað á milli staða, en alls fluttu herflutningaskip yfir eina milljón tonna af hergögnum til Lettlands á þremur dögum. Næsti liður æfingarinnar hefst fljótlega þegar yfir 2.000 hermenn, bryndrekar og loftför stilla saman strengi sína og æfa bæði árásir og varnir. khj@mbl.is