Töframaður Shin Lim leikur listir sínar.
Töframaður Shin Lim leikur listir sínar.
Áhugasamir um töfrabrögð ættu ekki að láta sýningar Shin Lim, eins þekktasta töframanns heims, fram hjá sér fara. Hann er hér á ferðinni til 12. júní og kemur víða við.

Áhugasamir um töfrabrögð ættu ekki að láta sýningar Shin Lim, eins þekktasta töframanns heims, fram hjá sér fara. Hann er hér á ferðinni til 12. júní og kemur víða við. Lim hreifst af landi og þjóð þegar hann sá tónlistarmyndband með Justin Bieber sem tekið var hér á landi árið 2015. Sama ár var Lim krýndur heimsmeistari á heimsmeistaramótinu í töfrabrögðum. Haft var eftir honum að hann ætlaði að „galdra Íslendinga upp úr skónum“ og bjó hann til sérstakan spilagaldur sem hann tileinkar Íslandsferð sinni.

Shin Lim hefur unnið sér eitt og annað til frægðar, til dæmis var hann einn af fáum sem náðu að plata tvo frægustu töframenn heims þegar hann kom fram í sjónvarpsþættinum Penn and Teller Fool us. Milljónir manna víða um heim horfa á Youtube-myndbönd Shin Lim.

Ótrúleg töfrabrögð og magnaðar sjónhverfingar, segja áhorfendur, sem séð hafa Lim leika listir sínar á sýningum sem hann hefur þegar haldið á Íslandi. Hann leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunum og velur oft áhorfendur úr sal til að aðstoða sig í töfrabrögðunum. Með honum á sýningunum eru þrír af færustu töframönnum landsins. Einar Mikael Sverrisson töframaður hafði forgöngu um að fá Lim hingað til lands.

Selfoss: Fjölbrautaskóli Suðurlands, kl. 14.30, í dag, laugardaginn 3. júní. Hvolsvöllur: Hvoll, kl. 19.30, í dag, laugardaginn 3 júní. Vík: Leikskálar, kl. 19.30, á morgun, sunnudaginn 4 júní. Keflavík: Andrews Theater, kl. 19.30, laugardaginn 10 júní. Akureyri: Hof, kl. 19.30, sunnudaginn 11. júní.