Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, er í 79.-97. sæti á ShopRite LPGA Classic-mótinu í New Jersey. Leiknir eru þrír hringir og ljóst að Ólafía þarf að bæta sig örlítið til að geta endað fyrir neðan niðurskurðarlínuna í kvöld.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, er í 79.-97. sæti á ShopRite LPGA Classic-mótinu í New Jersey. Leiknir eru þrír hringir og ljóst að Ólafía þarf að bæta sig örlítið til að geta endað fyrir neðan niðurskurðarlínuna í kvöld.

Þetta er níunda mót Ólafíu í LPGA-mótaröðinni en hún hefur þrisvar komist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar var 30. sæti á opna ástralska mótinu í febrúar, og næstbesti 56. sæti á LPGA Volvik-mótinu fyrir viku.

Ólafía fékk par á fyrstu þremur brautunum í gær, en fékk svo þrjá skolla og einn fugl á næstu fjóru brautum. Hún fékk einn skolla til viðbótar og svo fugl á næstsíðustu brautinni, en paraði aðrar.

Hin sænska Anna Nordqvist er efst á mótinu á -7 höggum en toppbaráttan er jöfn. Nordqvist hefur unnið mótið síðustu tvö ár, en sigurvegarinn fær jafnvirði rúmlega 22 milljóna króna í verðlaun. sindris@mbl.is