Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til þess að hneyksla fólk. Sumt er bara skrýtið, eins og covfefe-málið, en Trump skrifaði þetta sérstaka orð á Twitter og fór fólk að geta í eyðurnar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til þess að hneyksla fólk. Sumt er bara skrýtið, eins og covfefe-málið, en Trump skrifaði þetta sérstaka orð á Twitter og fór fólk að geta í eyðurnar. Annað sem hann gerir er öllu verra, eins og að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu, sem þótti tímamótasamkomulag. Öll jörðin er í hættu og þar á meðal Ísland.

Þekktar byggingar víðs vegar um heiminn hafa verið lýstar upp með grænu ljósi til að mótmæla þessari ákvörðun og sýna grænni framtíð stuðning. Þeirra á meðal eru ráðhúsin í New York, Washington DC og París. Þetta eru táknræn mótmæli sem eru samt áhrifarík, en myndirnar af fjölmörgum grænum byggingum hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum.

Fólk stendur því þétt saman í mótmælum sínum gegn Trump en grínistinn Kathy Griffin virðist hafa gengið of langt að mati margra. Hún birti mynd af sér með blóðugt höfuð er líktist Bandaríkjaforseta. Myndin var gerð í samvinnu við ljósmyndarann Tyler Shields og átti að ýta við bandarískum almenningi.

Fyrir þetta hefur hún hlotið heilmikla gagnrýni og tapað stuðningi margra fyrrverandi og núverandi samstarfsaðila, þar á meðal CNN og Squatty Potty, sem ætlaði að nota Griffin í auglýsingaherferð.

Einn maður hefur þó staðið upp til varnar Griffin og það er Jim Carrey. „Mér finnst starf grínistans felast í því að fara alltaf yfir strikið því strikið er ekki til í alvöru,“ sagði Carrey við Entertainment Tonight og sagði grínista vera „síðustu varnarlínuna“ gegn Trump.

Þetta vekur spurningar um hversu langt er hægt að ganga til að vekja fólk til meðvitundar um hvers konar maður Bandaríkjaforseti er í raun.