Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason
Ísland náði þriðja sætinu í B-riðli Evrópumóts U20 ára karla í körfuknattleik á grísku eyjunni Krít í gær með dramatískum sigri á Svartfellingum, 60:50.

Ísland náði þriðja sætinu í B-riðli Evrópumóts U20 ára karla í körfuknattleik á grísku eyjunni Krít í gær með dramatískum sigri á Svartfellingum, 60:50. Íslenska liðið þurfti tíu stiga sigur til að komast upp fyrir Svartfellinga og náði því með körfu Snjólfs Stefánssonar í blálokin.

Stórleikur hjá Tryggva

Tryggvi Snær Hlinason átti stórleik með íslenska liðinu en hann skoraði 19 stig, tók 13 fráköst og varði þrjú skot.

Stig Íslands: Tryggvi Snær Hlinason 19, Þórir G. Þorbjarnarson 12, Breki Gylfason 9, Kristinn Pálsson 6, Halldór G. Hermannsson 5, Snjólfur Stefánsson 5, Ingvi Guðmundsson 3, Arnór Hermannsson 1.

Frakkar unnu alla sína leiki í riðlinum en Tyrkland, Ísland og Svartfjallaland unnu hvert annað og voru jöfn að stigum í öðru til fjórða sæti.

Ísland hafnaði í þriðja sæti og í sextán liða úrslitum á morgun leikur liðið við Svíþjóð sem hafnaði í öðru sæti A-riðils. Leikurinn hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma. vs@mbl.is