SKAM-þættirnir eru framleiddir af P3, ungmennastöð norska ríkissjónvarpsins (NRK). Þættirnir segja frá hópi unglinga í norska menntaskólanum Hartvig Nissens skole og raunum þeirra.
SKAM-þættirnir eru framleiddir af P3, ungmennastöð norska ríkissjónvarpsins (NRK). Þættirnir segja frá hópi unglinga í norska menntaskólanum Hartvig Nissens skole og raunum þeirra. Þættirnir hafa notið fádæma vinsælda víða um heim, einkum á Norðurlöndum, en þeir þykja gefa raunverulegri mynd af lífi unglinga en jafnan þekkist í sjónvarpi. Í hverri seríu er athyglinni beint að einni persónu og áhorfendum gefin nánari innsýn í líf hennar. Í fjórðu og síðustu seríu þáttanna er aðalpersóna hennar hin áræðna Sana Bakkoush. Þættirnir eru sýndir á RÚV og á heimasíðu P3.