Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór í gær til Tyrklands. Þar gengst hann undir læknisskoðun hjá Elazigspor og gengur væntanlega frá samningi við félagið í kjölfarið.

Theódór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór í gær til Tyrklands. Þar gengst hann undir læknisskoðun hjá Elazigspor og gengur væntanlega frá samningi við félagið í kjölfarið. Hann er laus allra mála frá AGF í Danmörku þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár í úrvalsdeildinni og var áður í þrjú tímabil með Randers í sömu deild. Elazigspor er frá borginni Elazig í austurhluta Tyrklands og leikur í B-deildinni þar sem liðið endaði í tíunda sæti af átján liðum í fyrra. Þar með munu allavega tveir íslenskir landsliðsmenn spila í Tyrklandi á komandi tímabili en Ólafur Ingi Skúlason leikur áfram með Karabükspor í úrvalsdeildinni. vs@mbl.is