Gerviglíma Viðfangsefni Glow er heldur óvanalegt.
Gerviglíma Viðfangsefni Glow er heldur óvanalegt.
Hvernig hljómar það að horfa á sjónvarpsþætti sem fjalla um gerð sjónvarpsþátta sem sýna gerviglímu um miðjan 9. áratuginn? Ekki svo vel?

Hvernig hljómar það að horfa á sjónvarpsþætti sem fjalla um gerð sjónvarpsþátta sem sýna gerviglímu um miðjan 9. áratuginn? Ekki svo vel? Bíðið bara, eftir að hafa horft á fyrsta Netflix-þáttinn af Glow verður ekki aftur snúið og næstu daga munuð þið, lesendur góðir, varla getið slitið ykkur frá skjánum.

Um helgina hitti ég fólk sem sagði mér að Glow yrðu næstu sjónvarpsþættir lífs míns og hóf að reifa söguþráðinn: Lánlaus kvikmyndagerðarmaður, kúguppgefinn á lífinu, er fenginn til að framleiða glímuþætti fyrir sjónvarp í Los Angeles og ræður til þess konur úr ólíkum áttum og margar álíka lánlausar og hann sjálfur er. Þær æfa sig í að gerviglíma þar til úr verður sjónvarpsþátturinn Glow. Þrátt fyrir að vera enn efins lét ég tilleiðast og ákvað að horfa með öðru auganu á einn þátt og sé ekki eftir. Netflix nær þarna enn á ný að skapa eitthvað algjörlega nýtt, fyndið og spennandi og skapa trúverðugan tíðaranda; þegar þetta var vinsælasta sjónvarpsefnið vestanhafs og það þótti ofureðlilegt að börnin horfðu á gerviglímu í stað barnatíma fyrir kvöldmat.

Júlía Margrét Alexandersdóttir