Fjör Pottarnir hafa selst vel í sumar.
Fjör Pottarnir hafa selst vel í sumar.
Heitir pottar hafa rokselst í sumar, en sölumenn sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að salan sé sú mesta frá því fyrir hrun. Einn þeirra hóf sumarið með 350 potta á lager og ætlaði að þeir myndu endast fram að áramótum.

Heitir pottar hafa rokselst í sumar, en sölumenn sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að salan sé sú mesta frá því fyrir hrun. Einn þeirra hóf sumarið með 350 potta á lager og ætlaði að þeir myndu endast fram að áramótum. Nú eru hins vegar aðeins tuttugu stykki eftir.

Pottarnir eru ýmist rafmagnspottar eða hitaveituskeljar sem smíða má sólpalla utan um. Mikil gróska er einnig í sölu smávöru og þjónustu við pottana.

Vinsældir heitu pottanna rekja pottasalarnir meðal annars til þess hraða sem nú er í íslensku samfélagi og vilja Íslendinga til að leggja frá sér snjalltækin og njóta afslöppunar í faðmi fjölskyldu og góðra vina. 11