Barnaverndarstofa.
Barnaverndarstofa.
Barnaverndarstofa mun beina þeim tilmælum til Embættis landlæknis að kanna sérstaklega hvers vegna nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn barni, sem starfandi barnageðlæknir hafði, var ekki komið til barnaverndaryfirvalda.
Barnaverndarstofa mun beina þeim tilmælum til Embættis landlæknis að kanna sérstaklega hvers vegna nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn barni, sem starfandi barnageðlæknir hafði, var ekki komið til barnaverndaryfirvalda. Er um að ræða atvik sem átti sér stað í máli Héraðsdóms Norðurlands þar sem karlmaður var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum sínum. Í tilkynningu frá Barnaverndarstofu segir að af lestri dómsins verði ekki séð að viðkomandi barnageðlæknir hafi komið þeim upplýsingum til barnaverndaryfirvalda svo sem skylt er samkvæmt núgildandi lögum.