Verkefnið Suðvesturlínur hófst árið 2005 og tekur til megin-flutningskerfis raforku frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnarfirði og áfram út á Reykjanes. Framkvæmdin varðar 12 sveitarfélög og stóran hluta íbúa landsins.
Verkefnið Suðvesturlínur hófst árið 2005 og tekur til megin-flutningskerfis raforku frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnarfirði og áfram út á Reykjanes. Framkvæmdin varðar 12 sveitarfélög og stóran hluta íbúa landsins. Markmið hennar er uppbygging raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi til framtíðar svo það geti mætt áformum um orkunotkun á svæðinu til atvinnustarfsemi og almennings. Það sé í samræmi við hlutverk Landsnets, sem skv. lögum er að annast byggingu flutningsvirkja og flutning raforku. Einnig sé nauðsynlegt að fjarlægja eldri háspennulínur þar sem þær eru of nálægt byggð og geti valdið íbúum óþægindum og heilsutjóni.