Allur Landau árið 2016 við athöfn til heiðurs leikaranum Toshiro Mifune.
Allur Landau árið 2016 við athöfn til heiðurs leikaranum Toshiro Mifune. — AFP
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Martin Landau lést laugardaginn 15. júlí síðastliðinn, þá 89 ára að aldri. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum The Hollywood Reporter . Landau átti langan kvikmyndaferil að baki.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Martin Landau lést laugardaginn 15. júlí síðastliðinn, þá 89 ára að aldri. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum The Hollywood Reporter . Landau átti langan kvikmyndaferil að baki. Hann vakti fyrst athygli á hvíta tjaldinu árið 1959 sem skósveinn illmennisins í spennumyndinni North by Northwest eftir Alfred Hitchcock. Hann ávann sér frægð sem leikari í sjónvarpsþáttaröðinni Mission: Impossible á sjöunda áratugnum og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki, fyrst fyrir leik sinn í myndinni Tucker: The Man and His Dream eftir Francis Ford Coppola árið 1988 og síðan fyrir Crimes and Misdemeanors eftir Woody Allen árið 1989. Hann vann verðlaunin loks árið 1994 fyrir túlkun sína á hryllingsmyndastjörnunni Bela Lugosi í myndinni Ed Wood eftir Tim Burton. Landau var auk þess þekktur leiklistarkennari og kenndi m.a. Jack Nicholson. Víst er að Landau var vel tengdur í stjörnuheimi Hollywood: Hann var góðvinur stórleikarans James Dean og átti á sínum tíma í stuttu ástarsambandi við Marilyn Monroe. Heimildamynd um ævi Landau er nú í vinnslu.