Aðalheiður Kjartansdóttir fæddist 2. október 1917. Hún lést 27. júní 2017.

Útförin fór fram 8. júlí 2017.

Elsku amma mín.

Mig langar til að skrifa nokkur orð til þín, minnast góðu stundanna sem við áttum saman og þakka þér fyrir allt. Sem lítil stelpa kom ég oft til þín í sveitina og fékk að gista bæði yfir sumartímann og yfir vetrartímann. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til þín og mér leið alltaf vel hjá þér. Heimsóknirnar í sveitina voru margar og minningarnar um þær eru mér mjög kærar. Eftir að þú fluttir á Kirkjuhvol kom ég við hjá þér þegar ég kíkti í heimsókn á Hvolsvöll. Þú sýndir það svo vel og innilega hvað þér þótti vænt um þegar ég og strákarnir mínir kíktum inn hjá þér og strákunum þótti gaman að koma til langömmu. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst mér, þær mun ég ávallt geyma með mér. Ég sakna þín en veit að nú eruð þið afi saman á ný. Guð geymi þig, elsku amma.

Þín sonardóttir,

Berglind Ósk.