Fyrsta merking sagnarinnar að teyma í orðabókinni er: „hafa í taumi, leiða fram með taumi“, og dæmi: teyma hest . Á fjölskylduskemmtun þar sem hross komu við sögu var sagt að foreldrar mættu „teyma börn undir 8 ára aldri“.
Fyrsta merking sagnarinnar að teyma í orðabókinni er: „hafa í taumi, leiða fram með taumi“, og dæmi: teyma hest . Á fjölskylduskemmtun þar sem hross komu við sögu var sagt að foreldrar mættu „teyma börn undir 8 ára aldri“. Þetta hefur hingað til heitið að teyma (hestinn!) undir e-m . Höldum því áfram.