Gunnar Nielsen
Gunnar Nielsen
Gríðarleg eftirvænting er í Færeyjum fyrir viðureign Víkings frá Götu og Leirvík gegn FH í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer í Þórshöfn í kvöld.

Gríðarleg eftirvænting er í Færeyjum fyrir viðureign Víkings frá Götu og Leirvík gegn FH í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer í Þórshöfn í kvöld. Eftir 1:1 jafntefli í Kaplakrika freista Víkingar þess að verða fyrstir færeyskra liða til að komast í 3. umferð Meistaradeildarinnar, en þeir hafa áður leikið þann leik í Evrópudeildinni. Sigurliðið í kvöld er öruggt með fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja, ver mark FH og í færeyskum fjölmiðlum er velt vöngum yfir því hvort hann geri draum landa sinna að engu. Sigurliðið mætir Maribor frá Slóveníu eða Zrinjski frá Bosníu í þriðju umferð. vs@mbl.is