Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson
Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Selfyssinga en hann verður formlega kynntur til leiks hjá félaginu í dag. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, staðfesti þetta við mbl.is.

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Selfyssinga en hann verður formlega kynntur til leiks hjá félaginu í dag. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, staðfesti þetta við mbl.is. Atli, sem er 29 ára, kemur til Selfyssinga frá sænska liðinu Sävehof en hann er uppalinn hjá Þór og lék með Akureyri og HK áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Atli lék með dönsku liðunum SönderjyskE og Nordsjælland og þaðan lá leið hans til Svíþjóðar þar sem hann lék með Guif og Sävehof. Hann var valinn í úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Atli hefur spilað 9 leiki með íslenska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað 9 mörk. gummih@mbl.is