Úlfljótsvatn Frá landsmóti skáta.
Úlfljótsvatn Frá landsmóti skáta.
Við Úlfljótsvatn, þar sem skátarnir hafa komið upp tjaldsvæði sem almenningi býðst að nýta sér, er áhersla lögð á afþreyingu fyrir fjölskyldufólk. Aðstaðan er til slíkrar fyrirmyndar að kl. 18 í kvöld, þriðjudagskvöldið 18.

Við Úlfljótsvatn, þar sem skátarnir hafa komið upp tjaldsvæði sem almenningi býðst að nýta sér, er áhersla lögð á afþreyingu fyrir fjölskyldufólk. Aðstaðan er til slíkrar fyrirmyndar að kl. 18 í kvöld, þriðjudagskvöldið 18. júlí, afhendir fulltrúi Ferðamálastofu Úlfljótsvatni viðurkenningu fyrir að hafa staðist matsferli Vakans, öryggis- og gæðakerfis Ferðamálastofu. Í fréttatilkynningu segir að þar með verði Úlfljótsvatn fyrsta tjaldsvæðið og hostelið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu, en til að öðlast hana er m.a. farið yfir rekstur, verkferla, öryggismál, þjónustu og þjálfun starfsmanna. Afhendingin fer fram í Útilífsmiðstöð skáta, Úlfljótsvatni.

Á Úlfljótsvatni er rekið tjaldsvæði, hostel, skólabúðir og sumarbúðir auk þess sem erlendir skátahópar fá aðstoð við að skipuleggja ferðir til Íslands og skátahreyfingin á Íslandi hefur aðstöðu til móta- og námskeiðahalds.

Um verslunarmannahelgina verður hin árlega fjölskylduhátíð haldin á Úlfljótsvatni.