Á Hringbraut Bílum hefur fjölgað hratt á Íslandi síðustu ár.
Á Hringbraut Bílum hefur fjölgað hratt á Íslandi síðustu ár. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stóraukin olíunotkun á Íslandi gæti kallað á enn róttækari aðgerðir í loftslagsmálum en boðað hefur verið.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Stóraukin olíunotkun á Íslandi gæti kallað á enn róttækari aðgerðir í loftslagsmálum en boðað hefur verið.

Þetta er mat Huga Ólafssonar, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu og formanns aðgerðahóps ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Leggur hópurinn mat á leiðir til að draga úr losun koldíoxíðs um 35-40% fyrir 2030, skv. Parísarsamningnum.

Alþingi fullgilti samninginn í september síðastliðnum. Vegna stóraukinnar orkunotkunar eru markmið Íslands orðin enn fjarlægari.

Hugi segir hópinn ekki síst horfa til möguleika á að draga úr losun frá bílaumferð. Horft sé til nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar, þar sem þetta sé talin hagkvæmasta leiðin til að efna skuldbindingar stjórnvalda.

Fjármálaráðuneytið sé að skoða hvernig beita megi skattkerfinu til að draga úr mengun frá samgöngum.

Skv. gögnum frá aðgerðahópnum losuðu samgöngur 17% af allri losun 2014, án landnotkunar. Hlutur vegasamgangna það ár var yfir 90%.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallar eftir aukinni skattheimtu á bifreiðar sem nota mikið eldsneyti. Vegna aukinnar mengunar kunni Ísland að þurfa að kaupa meira af kolefniskvóta. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, kveðst svartsýnn á að markmið Parísarsamningsins náist. 4