Vísitala Hækkun á vinnulið var 1,3%.
Vísitala Hækkun á vinnulið var 1,3%.
Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí hækkaði um 0,8% á milli mánaða. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 0,7%. Þetta kemur fram í nýjum gögnum á vef Hagstofu Íslands.

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí hækkaði um 0,8% á milli mánaða. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 0,7%. Þetta kemur fram í nýjum gögnum á vef Hagstofu Íslands.

Við mælingu á byggingarvísitölunni í júlí hækkaði vinnuliður vísitölunnar um 1,3%. Það hafði 0,5% áhrif á vísitöluna til hækkunar. Verð á innfluttu efni hækkaði um 1,0% milli mánaða sem hafði 0,2% áhrif á byggingarvísitölu. Loks hækkaði innlent efni um 0,3% sem hækkaði vísitölu byggingarkostnaðar um 0,1% á milli mánaða.

Byggingarvísitalan stendur í 132,6 stigum og gildir fyrir ágúst.