— Morgunblaðið/Golli
„Samantekið eru þetta um hundrað dauðir fiskar sem hafa fundist,“ segir Árni Davíðsson, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, en mengun í Varmá í Mosfellsbæ hefur valdið því að urriði í ánni hefur drepist.

„Samantekið eru þetta um hundrað dauðir fiskar sem hafa fundist,“ segir Árni Davíðsson, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, en mengun í Varmá í Mosfellsbæ hefur valdið því að urriði í ánni hefur drepist.

„Ekki er komin skýring á því hvað veldur þessu en við teljum að ekki sé um olíumengun að ræða,“ segir Árni í samtali við Morgunblaðið.

Nokkur mengunartilvik hafa verið tilkynnt í Varmá í sumar og segir Árni líklegt að einhvers konar sápa eða annað hreinsiefni hafi komist í ána dagana 24. júní og 9. júlí. Fiskar drápust hins vegar ekki í ánni fyrr en nokkru síðar.

„Fiskdauðann teljum við mega rekja til mengunaratviks þann 14. júlí sl. en höfum engar spurnir af því hvaða efni hefur komist í ána.“

Þá segir Árni mögulegt að klór, skordýraeitur eða önnur sterk efni hafi komist í Varmá. 2