Æfing Ein síðustu æfinga landsliðsins áður en haldið var til Hollands.
Æfing Ein síðustu æfinga landsliðsins áður en haldið var til Hollands.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur við það franska í kvöld á Evrópumótinu í Hollandi. KSÍ hefur selt um tvö þúsund miða á leikinn og annað eins á hina leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur við það franska í kvöld á Evrópumótinu í Hollandi.

KSÍ hefur selt um tvö þúsund miða á leikinn og annað eins á hina leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni.

Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður kvennalandsliðsins, segist spenntust fyrir leiknum á móti sterku liði Frakka, en það vermir þriðja sæti styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið situr í því nítjánda.

„Það verður geggjað að sýna þeim hvað við getum,“ segir Agla María, sem er aðeins sautján ára.

Umgjörðin mikil

Ingólfstorg í Reykjavík hefur nú verið nefnt EM-torgið, líkt og síðasta sumar, en þar má sjá leiki mótsins á risaskjá. Stuðningsmannasvæði hefur verið útbúið í Hollandi fyrir stuðningsmennina þar sem þeir munu stilla saman strengi og ganga svo fylktu liði á Konig Willem II leikvanginn í Tilburg. 14 & Íþróttir