Leiðindaveðri er spáð sunnanlands
Leiðindaveðri er spáð sunnanlands
Mikilli rigningu er spáð á sunnan- og suðaustanverðu landinu frá hádegisbili í dag til síðdegis á morgun, að sögn Veðurstofu Íslands.

Mikilli rigningu er spáð á sunnan- og suðaustanverðu landinu frá hádegisbili í dag til síðdegis á morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Eru ferða- og göngumenn á þessu svæði beðnir um að hafa vara á sér þar sem ár og lækir geta á skömmum tíma orðið varasöm í miklu vatnsveðri.

Ekki er þó talið að flætt gæti yfir vegi og mun veðrið því hafa lítil áhrif á bílaumferð sunnan- og suðaustanlands. Útlit er fyrir að úrkoma láti fyrst á sér bera í Vík í Mýrdal og færist svo til austurs til Öræfa þegar líður á kvöldið. Vatnsveðrið færist svo aftur til vesturs á miðvikudag. Þá mun talsvert hvassviðri fylgja úrkomunni, eða um og yfir 20 m/s. axel@mbl.is