Silicon Verksmiðjan er stopp.
Silicon Verksmiðjan er stopp.
Regnbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon verður ræstur strax eftir helgi að sögn Kristleifs Andréssonar, upplýsingafulltrúa United Silicon, en viðgerðir hafa staðið yfir að undanförnu eftir að 1.

Regnbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon verður ræstur strax eftir helgi að sögn Kristleifs Andréssonar, upplýsingafulltrúa United Silicon, en viðgerðir hafa staðið yfir að undanförnu eftir að 1.600 gráða heitur kísilmálmur lak niður á gólf verksmiðjunnar svo skemmdir urðu á gólfi og búnaði.

„Viðgerðir eru langt komnar og aðeins frágangurinn eftir,“ segir Kristleifur. Hann segir það fyrst og fremst prófanir sem séu eftir þar sem ákveðnar breytingar hafi verið gerðar á búnaði verksmiðjunnar.

Tjáir sig ekki um dóminn

Í úrskurði gerðardóms frá því á mánudag síðastliðinn er United Silicon gert að greiða ÍAV verktökum milljarð vegna vangoldinna greiðslna í tengslum við uppbyggingu kísilversins í Helguvík. Spurður út í þetta mál segist Kristleifur ekki vilja tjá sig um það að öðru leyti en svo að málið sé alfarið í höndum lögfræðinga fyrirtækisins.