Ragnar Árnason
Ragnar Árnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjármálaráðherra er afskaplega stoltur af því að hafa varpað fram spurningunni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ og að hafa svarað henni játandi. Þeir sem til þekkja í efnahagsmálum hafa ekki fagnað útspili ráðherrans.

Fjármálaráðherra er afskaplega stoltur af því að hafa varpað fram spurningunni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ og að hafa svarað henni játandi. Þeir sem til þekkja í efnahagsmálum hafa ekki fagnað útspili ráðherrans. Viðskiptablaðið segir til dæmis í vikunni í pistlinum Tý að fjármálaráðherra megi ekki „hafna lögeyri landsins sisvona“.

Í sama blað ritar Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, grein um þetta mál undir yfirskriftinni „Misskilningur um krónuna leiðréttur“.

Þar segir: „Baráttumenn fyrir því að leggja íslensku krónuna niður byggja mál sitt að verulegu leyti á misskilningi og jafnvel staðleysum. Þeir halda því fram að krónan valdi sveiflum og óstöðugleika í efnahagslífinu. Þeir fullyrða að krónan sé orsökin fyrir hærri vöxtum á Íslandi en í nágrannalöndunum. Hvort tveggja er í grundvallardráttum rangt.“

Ragnar bendir á að íslenskt efnahagslíf sé tiltölulega óstöðugt „fyrst og fremst af tveimur ástæðum: Fyrri ástæðan er að hagkerfið er smátt. Því eru grunnatvinnuvegir fáir og miklu færri en í stærri hagkerfum.“

Síðari ástæðan sé sú að „grunnatvinnuvegir á Íslandi eru í óvenju ríkum mæli byggðir á náttúrugæðum. Náttúran er eðli sínu samkvæmt misgjöful. Það veldur einnig sveiflum í efnahagslífinu.“

Þetta er svo sem ekki mjög flókið, en nógu flókið þó til að fjármálaráðherrann ruglast í ríminu.