Hlaup Jeppabifreið ekur yfir Múlakvísl í vatnavöxtum þar nýlega.
Hlaup Jeppabifreið ekur yfir Múlakvísl í vatnavöxtum þar nýlega. — Morgunblaðið/Eggert
Lítið hlaup hófst í Múlakvísl á Mýrdalssandi í gærkvöldi. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands staðfesti það við Morgunblaðið. Ekkert benti hins vegar til þess að um stórt hlaup væri að ræða, en Veðurstofan fylgist þó grannt með gangi mála.

Lítið hlaup hófst í Múlakvísl á Mýrdalssandi í gærkvöldi. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands staðfesti það við Morgunblaðið. Ekkert benti hins vegar til þess að um stórt hlaup væri að ræða, en Veðurstofan fylgist þó grannt með gangi mála.

Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl aukist jafnt og þétt. Leiðnimælingar segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin að stíga.

Allmörg hverasvæði eru þekkt undir Mýrdalsjökli og þar sem landslagið býður upp á það getur mikið vatn safnast fyrir undir jöklinum. Aukið rennsli er í ánni sem telst nú lítið hlaup, en vatnamælar við jökulinn gefa skýrt til kynna þegar hlaup hefst. Auk Veðurstofunnar fylgist Vegagerðin með stöðu mála og eru almannavarnir meðvituð um hættuna.