[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Haraldur Franklín Magnús lék í gær þriðja og síðasta hringinn á Opna Gamle Fredrikstad-mótinu í Noregi, sem er hluti af Nordic League-mótaröðinni, á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann lék alla þrjá hringi mótsins á 69 höggum og endaði í 15.

* Haraldur Franklín Magnús lék í gær þriðja og síðasta hringinn á Opna Gamle Fredrikstad-mótinu í Noregi, sem er hluti af Nordic League-mótaröðinni, á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann lék alla þrjá hringi mótsins á 69 höggum og endaði í 15. sæti á samtals níu höggum undir pari. Andri Þór Björnsson lék á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, og hafnaði hann í 30. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum á samtals fimm höggum undir pari.

*Serbneski knattspyrnumaðurinn Igor Taskovic sem hefur leikið með Fjölni í ár og Víkingum í Reykjavík í nokkur ár þar á undan, gekk í gær til liðs við Reynismenn í Sandgerði. Hann reynir að hjálpa Sandgerðingum að komast af botni 3. deildar en þar er Reynir í erfiðri fallbaráttu.

* Birgir Leifur Hafþórsson , úr GKG, komst örugglega í gegnum niðurskurðinn á Swedish Challenge-mótinu á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Birgir er á þremur höggum undir pari samtals eftir 36 holur og er í 38. sæti. Birgir lék vel í gær og var þá á 69 höggum. Fékk fjóra fugla, einn örn, þrjá skolla og níu pör. Fyrsti hringurinn var fremur tíðindalítill hjá Birgi en þá fékk hann sextán pör, einn fugl og einn skolla. Að keppnistímabilinu loknu í haust fá fjörutíu og fimm kylfingar, sem eru með bestan árangur yfir árið, keppnisrétt á lokamótinu. Birgir er í mikilli baráttu um að komast í þann hóp. Er í 67. sæti fyrir mótið en mun nú væntanlega hækka á ný.