Í hringnum Liev Schreiber fer með hlutverk boxarans Charles Wepner.
Í hringnum Liev Schreiber fer með hlutverk boxarans Charles Wepner.
Chuck Hér er um að ræða sannsögulega mynd sem fjallar um þungavigtarboxarann Charles „Chuck“ Wepner, en bardagi hans við Muhammad Ali árið 1975 varð Sylvester Stallone innblásturinn að Rocky .
Chuck

Hér er um að ræða sannsögulega mynd sem fjallar um þungavigtarboxarann Charles „Chuck“ Wepner, en bardagi hans við Muhammad Ali árið 1975 varð Sylvester Stallone innblásturinn að Rocky . Bardaginn var frægur enda munaði litlu að Charles ynni hann þegar honum tókst að slá Ali í gólfið í níundu lotu. Svo fór þó að hann tapaði honum þegar aðeins 19 sekúndur voru eftir af þeirri fimmtándu. Því má segja að Charles sé hinni eini sanni Rocky í lifanda lífi. Leikstjóri er Philippe Falardeau. Liev Schreiber leikur Charles, en í öðrum helstu hlutverkum eru Naomi Watts, Elisabeth Moss og Ron Perlman.

Rotten Tomatoes: 79%

Metacritic: 68/100

Storkurinn Rikki

Þegar þrastarunginn Rikki dettur úr hreiðrinu er hann svo lánsamur að komast í fóstur hjá storkamömmu. En þegar hún og hinir storkarnir fljúga til vetursetu í Afríku er Rikka hins vegar vandi á höndum. Hann leitar til vina sinna til að freista þess að komast til Afríku með fjölskyldunni. Teiknimyndin er sýnd með bæði enskri og íslenskri talsetningu. Meðal þeirra íslensku leikara sem ljá persónum raddir sínar eru Gunnar Hrafn Kristjánsson, Lára Sveinsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Orri Huginn Ágústsson og Margrét Eir Hönnudóttir. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Kristinn Sigurpáll Sturluson.